Þjónusta við ísetningar á rafbúnaði í bíla.
Sérhæfum okkur í fjarskiptum s.s. VHF, Tetra og fl.
Þjónustan Okkar
Festingar fyrir bifreiðar, báta og verslanir
Brodit er sænskt fyrirtæki sem framleiðir alskonar festingar fyrir bifreiðar, báta og verslanir hvort sem það er fyrir síma, spjaldtölvu eða posa. Þeir framleiða festingar í ótal gerðir af bílum, allar með klemmum svo ekkert þarf að skrúfa í mælaborðin . Á þessar grunnfestingar er síðan sett önnur festing fyrir hin ýmsu tæki s.s. nýjar og gamlar gerðir af símum og spjaldtölvum. Einnig framleiða þeir frábærar lausnir fyrir posa í verslanir. Ef rétta gerðin er ekki til þá pöntum við hana fyrir viðskiptavininn.
Upplýsingar um festingar er hér: https://www.brodit.com
Taxaljós
Um er að ræða LED ljós á toppinn á leigubílum sem hægt er að fá með ýmsum festingum s.s. hliðarfest með læsingu eða sogskálar með segli.
Frekari upplýsingar http://www.hale.at
Skilrúm (Ekki til sem stendur)
Þegar skapaðist þörf til að aðskilja bílstjórann örlítið frá viðskiptavininum þá vorum við með lausn. Skilrúm úr þunnu efni sem heitir Lexan Pólýkarbónat. Þetta efni er gott að því leiti að ef það brotnar þá myndar það ekki stórhættuleg oddhvöss brot eins og plexígler gera. Við sníddum skilrúmið eftir hverjum bíl og festum á höfuðpúðana með festingum frá Brodit. Þeir sem notuðu svona frá okkur voru t.d. Leigubílar, Ráðherrabílar, bílar í ferðaþjónustu og fl.
Öryggismyndavélar
Upptökuvélar frá Blackvue skila gæða FHD myndefni þegar á þarf að halda. Þær sem við erum að selja núna heita DR770X og hafa tvær linsur. Ein horfir út um framgluggann en síðan er hægt að velja hvort hin horfi inn í bílinn eða út um afturgluggann. Slíkar vélar hafa verið í notkun hjá leigubílstjórum með góðum árangri.
Frekari uppl. er hægt að sjá á vefsíðu framleiðanda
Bakkmyndavélar (Þjónusta)
Vorum með nokkrar gerðir af bakkmyndavélum og skjám en það sem seldist mest var þráðlausa settið hér að neðan. Eins og staðan er núna er aðeins þjónusta á þeim búnaði því við höfum ekki náð að panta búnaðinn frá birgja.
Fyrir skjá án myndavélar: Skoða meira…
Sett sem við erum að selja: Skoða meira…
Gjaldmælar
Ítölsku Digitax gjaldmælana höfum við selt í tugi ára og þeir hafa reynst einstaklega vel.
Nýjasta frá þeim er M1 speglamælirinn sem festist á baksýnisspegilinn.
Það hefur mörgum þótt gott að losna við mælinn af mælaborðinu.
Forvitnir geta lesið meira hér http://www.digitax.com
Router fyrir bíla, báta og bústaði
RUT951: 4G/3G/2G router sem hefur reynst vel í ýmis verkefni. Þessi hentar vel í bíla og báta þar sem farsímasamband er gott. Taka skal samt fram að hann er ekki vatnsheldur. Hann getur tekið tvö SIMkort. Hefur 4 ethernet port og 2,4GHz WiFi. Góður til að fá gagnasamband í t.d. Sumarhús, Húsbíla og Ferðaþjónustu. Sjálfir höfum við notað hann sem hluta af kerfi í leigubíla með góðum árangri.
RUT955: 4G/3G/2G router sem er örlítið frábrugðinn RUT950 að því leiti að á honum eru útgangar til að getað stjórnað tækjum þar sem hann hefur verið uppsettur. Hann hefur verið notaður t.d. í sjálfvirka rafmagns og jarðskjálftamæla út á landi þar sem ekki er alltaf hægt að komast auðveldlega á staðinn.
RUTX12: Þetta er ný týpa sem við erum að byrja að selja. Þetta er aðeins sérhæfðari router sem höndlar meira álag. Er með tvö alveg sjálfstæð modem, 4 gigabit ethernet port, WiFi, Bluetooth og GPS. Einnig er í þessum fleiri öryggis valmöguleikar.
Upplýsingar er hægt að finna hér: Skoða meira…
TETRA fjarskiptabúnað
Við seljum og þjónustum TETRA fjarskiptabúnað. Tetra fjarskiptabúnaður hefur verið einn sá mikilvægasti til að viðhalda samskiptum þar sem farsímasamband er erfitt. Tetra kerfið er notað af stórum fyrirtækjum og stofnunum til að eiga í öruggum samskiptum þvert yfir landið. Fjölbreyttur hópur nýtir þetta kerfi s.s. Vegagerðin, Rarik, Landsbjörg, Sjúkrabílar og Lögreglan. Einnig hafa ferðaþjónustan og einkaaðilar nýtt búnaðinn sem öryggistæki þar sem samband er slæmt.
Upplýsingar og notkun Tetra á íslandi er vel lýst hér https://www.112.is/tetra
Led Ljós – kastarar, vinnuljós LED bar.
Amber-Clear-Lens-Mini-Warning-Bar
4-LED-Rectangular-Surface-Mount-Warning-White-Clear-Lens
Svo vorum við að fá sniðugt nýtt ljós frá Aurora sem er tvískipt Gult/Hvítt.
Verðum væntanlega með meira úrval frá þeim innan tíðar.